Þýskt blog Macerkopf hefur fullyrt að iPhone 6S muni koma út þann 18. september næstkomandi í Þýskalandi. Apple hefur enn ekki tilkynnt um útgáfudag nýja símans en kínverskt blog hefur einnig greint frá því að Apple muni gefa út símann 18. september en kynna hann 11. september næstkomandi.

Mismunandi getgátur eru um það hvenær síminn komi út, John Paczkowski hjá BuzzFeed fréttaveitunni telur að síminn verði kynntur 9. september og að útgáfudagurinn verði þann 25. september.

Sérfræðingar hafa spáð fyrir um hvernig síminn verður og staðfest hefur verið að hann verði í tveimur stærðum eins og iPhone 6, með nýjan skjá, betri batterí, Apple Force Touch tækni, og bætta 12 megapixla myndavél.