Stjórnendur Apple íhuga nú að bjóða upp á fleiri gerðir af iPhone á næstunni. Þá verður hægt að fá fá iPhone í sex mismunandi litum og skjárinn stærri. Þetta kemur fram á vefsíðunni Wired .

Apple skoðar einnig að gefa út tvær tegundir af iPhone 5S sem kemur út seinna á þessu ári. Þá væri hægt mögulega hægt að fá ódýrari útgáfu á 99 dollara, eða tæpar 12 þúsund krónur.

Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í síðasta mánuði að þrátt fyrir að fyrirtækið hefði ekki boðið upp á mismunandi stærðir af iPhone í gegnum tíðina þýddi það ekki að svo yrði ekki gert í framtíðinni.