Bandaríska tæknifyrirtækið Apple seldi fjórar milljónir af nýjustu gerð iPhone-farsímanna um síðustu helgi. Símarnir fóru í almenna sölu á föstudag. Fyrirtækið hefur aldrei selt jafn marga síma fyrstu dagana eftir markaðssetningu en til samanburðar seldur 1,7 milljónir stykkja af 3Gs símanum yfir fyrstu helgina sem hann var í hillum verslana fyrir tveimur árum.

Þetta er einni milljón tækja meira en búist var við, að því er fram kemur í netútgáfu tæknitímaritsins Computerworld.

Tímaritið hefur eftir upplýsingum frá Apple að 20 milljón eigendur farsíma og spjaldtölva frá fyrirtækinu hafi náð í nýjustu útgáfuna af stýrikerfi fyrir tækin sem kom á markað á miðvikudag í síðustu viku.