„Yfirleitt dugir ekki einn iPad fyrir heimilið þar sem feður nenna ekki að hlusta á sömu tónlist og dóttirin og börnin eiga það til að hertaka tækið fljótlega eftir að það kemur í hús,“ segir Sigurður Þorsteinsson, sölustjóri hjá Epli. Hann segist ekki eiga von á öðru en að iPad og iPod verði vinsælar jólagjafir í ár þar sem tækin séu bæði vandaðar og eftirsóttar vörur.

„iPad Mini og Retina eru bæði öflug margmiðlunartæki sem henta öllum í fjölskyldunni. Krakkarnir nota skjáinn fyrir leiki og til að horfa á myndir en foreldarnir til að lesa blöðin. Það er svo merkilegt við iPad að það virðast allir vilja eiga sinn eigin og ekki mikið um að fjölskyldan skiptist á um sama tæki,“ segir hann.

iPad Mini vinsæll

Sigurður segist sérstaklega eiga von á að iPad Mini seljist vel þar sem verðið á honum sé þægilegt. „Ódýrasti iPad Mini er 16 gígabæt og kostar um 60.000 krónur en sá dýrasti um 135.000 krónur og 64 gígabæt en skjástærðin á þeim er sú sama. Auk þess er hægt að velja á milli 4G eða WIFI.“

Nánar má lesa um iPad-tölvur og iPod-da í Jólagjafahandbókinni sem fylgdi með Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.