Frávísunarkröfur ríkisins var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum í hinu svokallaða iPod touch máli. Málið snýst um tollflokkun á iPod touch tækinu sem í dag er flokkað sem afspilunartæki. Skakki turninn, umboðsaðili Apple á Ísland fer hinsvegar fram á að tækið verði flokkað sem lofatölva.

Almennur tollur á afspilunartækjum 7,5% og 25% vörugjald. Hinsvegar er enginn tollur né vörugjöld á lófatölvum. Í dag hefur þessu verið breytt og búið er að afnema gjöld á afspilunartæki. Dómsmálið snýst um að Skakki turninn vill fá endurgreitt það sem var ofgreitt í gjöld áður en lagabreytingin tók gildi. Ríkið fór fram á að málinu yrði vísað frá en því var hafnað í morgun. Matsmaður skilaði fyrir stuttu matsgerð um málið þar sem hann segir iPod touch vera lófatölvu.

Nú fá báðir aðilar tíma fyrir að fara yfir þessa fimm blaðsíðna matsgerð fyrir 7. nóvember næstkomandi.