Þrjátíu árum eftir þjóðnýtingu olíuiðnaðarins í Írak og fjórum árum eftir að stjórn Saddam Hussein var steypt af stóli opnar ríkisstjórn landsins nú dyr sínar fyrir olíufyrirtækjum. Er þeim boðið að taka þátt í þróun vinnslu vannýttra olíulinda landsins.

Í fréttaskeyti Oilbarrel.com segir að það virðist svolítið tætingslegt að forsvarsmenn 55 fyrirtækja, þar á meðal margra stærstu olíufyrirtækja heims hafi verið að koma sér fyrir í Bagdad. Þar taki þeir þátt í olíuuppboði í gegnum sjónvarp sem miða að því að byggja upp að nýju átta olíusvæði landsins.   Eftir miklu er að slægjast því talið er að í olíulindum landsins séu um 113 milljarðar tunna af olíu. Landið sé því þriðja ríkasta land heimsins af svokölluðu svartagulli. Aðains Saudi Arabia með sína 265 milljarða tunna og Íran með 133 milljarða tunna séu stærri. Þessar tölur eru þó ekki taldar óskeikular og fari mikið eftir því við hvern er talað.