Fyrstu farmurinn af olíu frá Íran eftir að efnahagsþvingunum af aflétt kom til Evrópu í dag. Í kjölfarið féll heimsmarkaðsverð á olíu. Áður en efnahagsþvinganirnar voru lagðar á Íran þá var landið næst stærsti olíu útflytjandi innan OPEC ríkjanna. Olíuframleiðsluríki hafa undanfarið kvartað verulega yfir offramboði á olíu, en mörg þeirra treysta mjög á tekjur af olíusölu.

Sérfræðingar telja að innkoma Íran á alþjóðlega olíumarkaði muni auka við offramboð á olíumarkaði. Ennþá er framleitt töluvert umfram eftirspurn af olíu og birgðastaða ef sífellt að aukast. Innflutningur Kína á olíu lækkaði um 4,6% samanborið við fyrra ár, en landið er stærsti olíunotandi heimi.

Verð á Brent hráolíu féll um 2,1% og er nú 32,67 dalir á tunnu, og verð á Texas hráolíu féll um 1,7% og er 28,95 dalir á tunnuna.