Viðskiptaþvingunum sem Bandaríkin og Evrópusambandið settu á Íran árið 2012 verður lyft á árinu 2016. Bloomberg greinir frá.

Olíuframleiðsla í Íran hefur verið töluvert undir afkastagetu síðan viðskiptaþvinganirnar voru settar, en Íran er þegar hafið að undirbúa aukna framleiðslu.

Endurkoma Íran á olíumarkaðinn er talin óheppileg fyrir olíuframleiðendur, s.s. Rússland, Sádí-Arabía og Venesúela, en olíuframleiðsla er töluvert umfram eftirspurn. Talið er að umframframleiðsla á fyrri helming 2015 hafi numið um tveim milljón tunna á dag, eða sem nemur daglegri notkun Frakklands.