Tilkynnt var í morgun að í gær hefði Íran gert samkomulag um kjarnorkuáætlun við Bandaríkin og fimm önnur stórveldi. Obama stjórnin hefur beitt sér fyrir þessu undanfarna mánuði.

Samningurinn verður undirritaður klukkan hálf 11 á staðartíma í Vín eftir áratug af viðræðum sem oft virtust stefnulausar.

Kjarni samningsins snýr að því að Teheran samþykki strangar takmarkanir á kjarnorkunotkun næstu tíu árin. Samningurinn er milli Íran og Bandaríkjanna, Bretlands, Rússlands, Kína, Þýskalands og Frakklands. Takmarkanirnar eiga að ganga úr skugga um að landið þurfi að minnsta kosti 12 mánuði til að safna nægri kjarnorku í sprengju. Eftir tíu ár munu takmarkanirnar slakna.

Í staðinn munu Bandaríkin, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar aflétta alþjóðlegum viðskiptaviðurlögum gegn Teheran sem gætu aukið hagvöxt í landinu um 7-8 prósent á ári næstu árin. Sérfræðingar telja að með afléttingu bannsins gæti olíuútflutningur tvöfaldast. Íranir munu einnig fá 100 milljarða dollara í eignum sem eru nú í Bandaríkjunum vegna viðskiptabannsins.