Írönsk stjórnvöld sögðust í gær vera reiðubúin til að verjast árásum Al-Qaida hryðjuverkasamtakanna í kjölfar hótana þeirra um að heyja stríð gegn ráðamönnum í Teheran ef Íranar draga ekki stuðning sinn við Sjíta í Írak til baka.

Abu Omar al-Baghdadi, leiðtogi regnhlífarsamtaka Al-Qaida í Írak, hótaði þessu í myndbandi sem sett var á internetið síðastliðinn sunnudag. Íranski innanríkisráðherrann, Minister Mostafa Pourmohammadi, sagði í samtali við íranska fjölmiðla að hótanir Al-Qaida væru engin nýmæli og að öryggis- og lögregluyfirvöld þar í landi myndu verjast slíkum árásum ef til þeirra kæmi.