Stjórnvöld í Íran stefna að tvöföldun á gasframleiðslu landsins fyrir árið 2012. Samkvæmt því sem segir á fréttavef Dow Jones hafa Íranar fjárfest stórlega í gasframleiðslunni undanfarið og stefna á aukin afköst og betri nýtingu auðlindarinnar.

Árleg gasframleiðsla í Íran er um 110 milljarðar rúmmetrar en stefnan er að hún verð um 200 milljarðar rúmmetrar árið 2012.