Íranir hafa fest kaup á 80 farþegaflugvélum af Boeing í gær, einnig er ríkið nálægt því að kaupa 12 í viðbót frá Airbus. Þetta væri stærstu kaup ríkisins á vörum frá Vesturlöndum síðan fyrir íslömsku byltinguna 1979.

Íran kaupa vélarnar 80 frá Boeing á 16,6 milljarða dollara eða því sem jafngildir nálega 1.859 milljörðum íslenskra króna. Í frétt Reuters um málið er haft eftir írönskum embættismanni að kaupin á vélunum frá Airbus séu einnig á lokastigi. Gengið verður frá kaupunum á næstu dögum.

Fyrr á þessu ári afléttu Vesturlönd viðskiptaþvinganir gegn Írönum, sem voru í gildi vegna meintrar kjarnorkuáætlun ríkisins. Viðskiptaþvinganir höfðu verið í gildi á einn hátt eða annan frá árinu 1979.