Íran hyggst leggja til að olíuframleiðsla verði minnkuð á neyðarfundi OPEC ríkjanna sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð í Vínarborg.

„Á þessum fundi verður tillaga okkar um samdrátt í framleiðslu lögð fram,“ hefur íranskt dagblað eftir Gholamhossein Nozari, olíumálaráðherra landsins.

„OPEC virðist ekki horfast í augu við það að ef olíuverð heldur áfram að lækka verður uppbygging í bransanum í hættu.“