Írar eru á góðri leið með að ljúka neyðaráætluninni sem unnið hefur verið eftir síðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB komu fjármálakerfi landsins til hjálpar. Þetta er mat Enda Kenny forsætisræðherra Írlands. Stærstu bankar landsins hrundu árið 2010 þegar eigið fé bankakerfisins þurrkaðist upp í kjölfar mikillar fasteignabólu sem síðan sprakk.

Írland gæti þannig orðið fyrst evruríkjanna fjögurra, sem þurftu á neyðaraðstoð að halda, til að komast á lappir aftur. Hin ríkin eru Portúgal, Grikkland og Kýpur.

Kenny varaði þó við því að þó nú sjái fyrir endann á neyðarástandinu á Írlandi væru áframhaldandi erfðleikar framundan og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kynnt verður á þriðjudaginn yrði harkalegt.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC í gær .