Írar munu fara í samræmdar diplómatíska aðgerðir til að fá Evrópusambandið til að bæta kjör á neyðarláninu sem landið fékk síðasta haust.

Þetta kom fram í máli Eamon Gilmore varaforsætisráðherra landsins við írsku útvarpsstöðina RTE í dag.  Gilmore sagði að ráðmenn landsins myndu hitta ráðherra og sendiherra aðildarríkja ESB og skýra aðstæður Íra fyrir þeim.

Gilmore sagði mestu máli skipti að fá betri vaxtakjör á 67,5 milljarða evra neyðarláninu sem landið fékk frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gilmore sagði að Írar séu þegar í viðræðum við ESB um vaxtakjörin.

Írski seðlabankinn tilkynnti á fimmtudag að fjórir írskir bankar þyrftu 24 milljarða evra til viðbótar í eigin fé til að standast álagspróf. Það þýðir að heildarkostnaður Íra af stuðningi við írks banka fram að þessu er 70,3 milljarðar evra eða 44% af landsframleiðslu.