Tími Írlands til að koma í veg fyrir að þeim verði bjargað vegna efnahagsástands gæti verið svo stuttur sem einn mánuður að mati Euro Credit.

Fjárfestar fara fram á mun hærra álag á írskum skuldabréfum til tíu ára samnborið við þýsk skuldabréf. Munur á þýskum og írskum bréfum hefur aldrei verið hærra en í gær en Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, stendur nú frammi fyrir gerð fjárlagafrumvarps. Það á að liggja fyrir þann 7. desember næstkomandi. Að sögn Reuters fréttastofunnar þarf frumvarpið að vera þannig úr garði gert að það endurheimti traust fjárfesta.

Álag á skuldabréf Írlands til tíu ára hækkuðu um 27 punkta í gær og bera 467 punkta vexti. Það er 37 punktum hærra en það var þann 30. september en þá var hætt við skuldabréfaútboð sem áttu að fara fram í október og nóvember.

Vaxtaálag á írsk skuldabref hefur tvöfaldast frá því í ágúst og er nú hærra en það var á grískum skuldabréfum fjórum dögum áður en Evrópusambandið kom að borðinu þar í landi í apríl.

Írland þarf ekki að afla fjármagns á þessu ári. Fjármagnið er þó af skornum skammti, um 20 milljarðar evra, og er talið að það dugi einungis fram að miðju næsta ári.