Írska ríkissstjórnin óskaði formlega í kvöld eftir 70-90 milljarða evra láni, 10-14 þúsund milljarða króna, frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta kemur fram á vef Guardian.

Írska stjórnin hefur síðan um síðustu helgi ítrekað neitað því að þurfa slíka aðstoð fyrir ríkissjóð landsins og stórskuldugt bankakerfið.

Lánið frá ESB og AGS verður til þriggja ára. Einnig kemur til greina að óska eftir sérstöku láni frá Bretlandi og Svíþjóð.