Nú hefur írska ríkið selt sín fyrstu 100 ára skuldabréf. Bréfin voru keypt fyrir um 100 milljón evrur, eða 14,8 milljarða íslenskra króna. Bréfin voru seld gegnum Goldman Sachs og Nomura International. Gjalddagi bréfanna er árið 2116.

Mexíkóska ríkið seldi heimsins fyrstu hundrað-ára skuldabréfin í evrum á síðasta ári. Nokkur fyrirtæki hafa áður gefið út slík skuldabréf - þar á meðal Walt Disney og Coca Cola.

Tíu ára skuldabréf Írlands gefa nú árlega ávöxtun upp á 0,7%, en hún náði hápunkti sínum í slælegur efnahagsástandi þjóðarinnar árið 2011 þegar hún varð 14,2%.