Írsk stjórnvöld lögðu í dag inn hlutafjárframlag að fjárhæð 3,7 milljarða evra, 566 milljarða króna, í Allied Irish bankann.

Bankinn er önnur stærsta lánastofnun landsins.

Framlagið nemur um 10% af aðstoð ESB til landsins sem var 35 milljarðar evra.  Eftir hlutafjárframlagið eignast írska ríkið 92,8% í bankanum en átti fyrir 18,6%.