Stjórnvöld á Írlandi hafa lokið skuldabréfaútboði á alþjóðlegum mörkuðum með sölu á ríkisskuldabréfum upp á einn milljarð evra. Írar hafa ekki fjármagnað sig á erlendum mörkuðum síðan í september árið 2010. Skuldabréfin eru á gjalddaga árið 2024.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar um lántöku Íra, að alþjóðlegum björgunaraðgerðum landsins í kjölfar kreppunnar hafi lokið í desember í fyrra og hafi Írland verið fyrsta evruríkið til að klára björgunarverkefnið.