Hersveitir írösku ríkisstjórnarinnar hertóku þorpið Ajhala með stuðningi Bandaríkjahers í gær norður af flugvelli við bæinn Qayara. Þar hafa bandarískar hersveitir byrjað að undirbúa flugvöllinn fyrir frekari hernaðaraðgerðir gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið.

Önnur stærsta borg landsins

Með hertöku bæjarins þá tengdust tvo svæði undir stjórn Írakshers og bandamanna þeirra og leiðir það til frekari einangrunar Mosúl borgar, sem er önnur stærsta borg landsins, en hún hefur verið undir stjórn Íslamska ríkisins síðan 10.júní árið 2014.

Forsætisráðherra landsins, Haider al-Abadi, hefur heitið því að endurheimta borgina, sem er sú stærsta sem samtökin, sem oft eru nefnt ISIS eða Daesh, ráða yfir. En Bandaríkjamenn eru enn ekki ákveðnir í hvenær best sé að ráðast til atlögu.

Íslamska ríkið hefur svarað auknum hernaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar með blóðugum sjálfsmorðsárásum í hverfum Shíta undanfarið. Shítar eru nú, ólíkt á tímum Saddam Husseins, meginuppbyggingin í her og stjórnkerfi Íraks, en þeir hafa lengi verið í meirihluta í landinu.