Íris Dögg Kristmundsdóttir hefur verið ráðin til ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Þar mun hún sinna stjórnendaráðgjöf með áherslu á sjálfvirknivæðingu ferla, breytingastjórnun og umbætur.

Íris kemur frá Advania þar sem hún gegndi starfi tæknistjóra á rekstrarlausnasviði. Áður starfaði hún hjá Kviku banka sem forstöðumaður upplýsingatæknisviðs og þar á undan hjá tækniþjónustu Íslandsbanka sem deildarstjóri framlínuþjónustu og rekstrarstjóri.

Íris er verkfræðingur að mennt með, MSc. gráðu í International Technology Management frá Aalborg University í Danmörku. Hún hefur einnig lokið diplómu í kennslufræðum til kennsluréttinda og er í ICF vottuðu markþjálfunarnámi.