*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Fólk 29. október 2020 15:19

Íris Ósk nýr rekstrarstjóri Vaxa

Hárækt sem ræktar og selur undir vörumerkinu Vaxa hefur ráðið Írisi Ósk Valþórsdóttur. Starfaði áður m.a. hjá Varnarliðinu.

Ritstjórn
Íris Ósk Valþórsdóttir.
Aðsend mynd

Íris Ósk Valþórsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri hjá Hárækt ehf sem ræktar og selur vörur undir vörumerkinu VAXA.

Hún hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og sérfræðingur meðal annars hjá Friends Provident í Bretlandi, Tryggingamiðlun Íslands og Avis bílaleigu. Íris Ósk hefur unnið fjölbreytt störf sem snúa að stefnumótun, rekstri, mannauðsmálum og samskiptamálum.

Þannig starfaði Íris Ósk við rekstrarstjórn hjá Alp hf, sem rekur Avis og Budged bílaleigurnar í tæp þrjú ár frá 2016 til 2019, og rúmlega þrjú ár hjá Tryggingamiðlun Íslands sem skrifstofustjóri frá 2012 til 2015. Þar áður var hún í nærri fimm ár hjá Friends Provdident International í London í Bretlandi frá 2007 til 2012.

Áður starfaði hún í rúm tvö ár milli 2004 og 2006 hjá Bluebird Cargo þar sem hún stýrði áætlunargerð og sinnti mannauðsmálum, sem ráðgjafi hjá Varnarliði bandaríska flotans í fimm ár milli 1999 og 2004 og loks sem þjónustufulltrúi hjá Borgun í eitt ár frá 1998 til 1999.

Íris Ósk er með BA í ensku og MSc í Stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og er hún gift Guðlaugi Inga Guðlaugssyni fasteignasala.