Atvinnuleysi á Írlandi mældist í október 6,7% og hefur ekki verið hærra í 10 ár að sögn BBC.

Síðast mældist atvinnuleysi svo hátt í september árið 1988.

Í frétt BBC kemur fram að fjöldi þeirra sem sótti um atvinnuleysisbætur í október var tæplega 252 þúsund manns og hafði fjölgað um tæp 12 þúsund milli mánaða.

Þá er haft eftir Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands að aukið atvinnuleysi komi því miður ekki á óvart miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Atvinnuleysi á Írlandi mældist 5,1% í september síðastliðnum.