Samkvæmt frétt á vef Global Property Guide er búist við verðfalli fasteign á Írlandi næstu árin vegna kreppunnar. Ástæðaurnar eru einkum taldar vera stórkostlegar skattahækkanir og mikill samdráttur sem áætlaður er í eyðslu almennings.

Það er síðan talinn vera lykillinn að því að aðstoð upp á 85 milljarða evra fáist frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS).

Ástandið á Írlandi er talið afar slæmt og þar blasi við eitt mesta fasteignaverðshrun í Evrópu sem þurrki upp mikla uppsveiflu í nærri áratug.

Á þriðja ársfjórðungi 2010 hrapaði fasteignaverð í landinu að meðaltali um 14,8% frá fyrra ári. Er það 36% verðfall frá því verðið var hæst í árslok 2006 samkvæmt Permanent TSB/ ESRI house price index. Verðfallið var þó enn meira í höfuðborginni Dublin en þar féll fasteignaverð að meðaltali um 21% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil 2009.

Á svæðum nærri höfuðborginni var verðfallið að meðaltali um 11,3%. Fasteignaverðsuppsveiflan var sú mesta og lengsta í Evrópu. Frá 1996 til 2006 eru dæmi um 330% hækkanir á notuðum íbúðarhúsum. meðalverð á nýjum húsum hækkaði á sama tímabili að meðaltali um 250%. Sögulega lágir vextir eru sagðir hafa haft einna mestu áhrifin á þensluna.