Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um tvo flokka. Einkunn landsins er nú sú lægsta í fjárfestingaflokki, ef einkunninn væri lægri þá telst hún í ruslflokki. Sama gildir um einkunn Íslands, Túnis, Rúmeníu og Brasilíu.

Einkunn landsins lækkar úr Baa3 í Baa1 og eru horfur neikvæðar. Stjórnvöld á Írlandi reyna nú að draga úr halla ríkissjóðs og auka hagvöxt, eftir að hafa fengið fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum og björgunarsjóði ESB. Búist er við litlum hagvexti í ár, eða um 0,9%.