Bank of Ireland
Bank of Ireland
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands úr Baa3 niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Írland er því komið í ruslflokk er fram kemur á fréttaveitunni Bloomberg. Moody´s vöruðu við því að frekari lækkanir gætu verið handan við hornið.

Þar kemur fram að Moody's óttist að Íraland þurfi frekari neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum áður en írska ríkið fer á ný út á fjármálamarkaðinn.