Líkt og áður hefur verið fjallað um í Viðskiptablaðinu hefur gagnaverauppbyggingu verið lýst sem næsta stóra sóknartækifæri íslensks viðskiptalífs og að sögn sérfræðinga eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að efla uppbyggingu gagnavera hér á landi. Í skýrslu sem tekin var saman af Samtökum iðnaðarins og ber nafnið: Nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera kemur fram að ráðgjafafyrirtækið BroadGroup spái miklum vexti í norræna gagnaveraiðnaðinum á næstu árum. Þannig er því t.d. spáð að gagnaveraiðnaður Danmerkur muni á tveimur árum ríflega fjórfaldast í umfangi. Hins vegar er gert er ráð fyrir litlum sem engum vexti í íslenskum gagnaveraiðnaði fram til loka ársins 2017.

Samkvæmt SI er það sem skilur Ísland að frá nágrannaþjóðum sínum í þessu tilliti að stjórnvöld í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi standa okkur framar í verkefnum sem snúa að innvið­ um og starfsumhverfi gagnavera. Sama má segja um Írland. Bæði erlendir og innlendir sérfræðingar meta það hins vegar svo að fyrir 4-6 árum hafi Ísland staðið jafnfætis þessum samanburðarþjóð­ um, en síðan þá hafi umfangsmikil þátttaka hins opinbera í vexti iðnaðarins í samanburðarlöndunum leitt til þess að Ísland hefur ekki fyllilega náð að halda í við þann öra vöxt. En hvað er það sem ná­ grannaþjóðir okkar hafa verið að gera umfram okkur?

Írland fremst í flokki

Það gæti komi einhverjum á óvart að Írland er af mörgum talið eitt af framsæknustu löndum heims þegar kemur að uppbyggingu gagnavera. Í skýrslu SI er því lýst hvernig Írland hefur á tiltölulega skömmum tíma farið frá því að vera lítill fiskur í stórri tjörn í það að vera þéttsetnasta miðstöð gagnavera í heimi, en 30 stór gagnaver eru starfrækt á höfuðborgarsvæði Írlands. Á fimmtán ára tímabili hefur írski gagnaveramarkaðurinn fimmfaldast í umfangi og hafa Írar skýrt samkeppnisforskot á gagnaversmarkaði þegar kemur að reglum um fastar starfsstöðvar (e. permanent establishment) og skattalegum þáttum er því tengjast.

Írland er jafnframt það samanburðarland sem bæði erlendir og innlendir sérfræðingar meta sem svo að sé með öflugasta umgjörð fyrir væntanlega fjárfesta í gagnaveraiðnaði. Írsk stjórnvöld hafa mótað sér víðfeðma og úthugsaða stefnu með það að leiðarljósi að verða leiðtogi á heimsvísu þegar kemur að gagnaversiðnaðinum. Stefnan nær svo langt að hún er meðal annars höfð til hliðsjónar við gerð námsskrár, sem og fjármögnun rannsóknarsetra. Stofnunin fyrir beina erlenda fjárfestingu, IDA Ireland, býður ekki bara upp á umfangsmikla þjónustu til verðandi fjárfesta heldur auglýsir þess í stað ýmiskonar hvata til fyrirtækja sem vilja hefja starfsemi á Írlandi. Þar er meðal annars átt við hvata er snúa að atvinnumálum innan tiltekinna svæða innan Írlands og hvata til starfsþjálfunar vinnuafls. Raunar hefur hvatakerfi Írlands orðið að rannsóknarefni innan Evrópuráðsins, þar sem þeir hafa þótt svo umfangsmiklir að í augum sumra hafa þeir verið á skjön við lög Evrópusambandsins

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.