Í dag munu Írar kjósa um fjárlagasáttmála ESB en samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 39% hlynnt sáttmálanum, 30% andvíg og um þriðjungur hafa ekki tekið afstöðu.

Írland hefur þurft að takast á við mikinn niðurskurð í kjölfar bankakreppunnar. Árið 2011 var fjárlagahalli landsins um 13%.

Sáttmálinn gengur út á að aðildarríkin vinni saman að fjárlagagerð. Skorður verða settar á fjárlagahalla hvers ríkis en hann má ekki vera meira en 0,5% af vergi landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir að refsa megi þeim ríkjum sem brjóta gegn þessum sáttmála samkvæmt frétt á BBC.

Kjörsókn hefur verið dræm en talið er að hún muni aukast þegar líða tekur á kvöldið.