Áratugar hagvaxtarskeið á Írlandi kann að vera á enda ef eitthvað er að marka þróunina á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári. Helsta hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Dyflinni, ISEQ, féll um 26,1% á síðasta ári og var það ein versta frammistaðan í kauphöllum heimsins. Árin á undan hafði hún hækkað meira en aðrar vísitölur.

Fram kemur í umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar um írska hagkerfið að almennt viðkvæði fjárfesta á Írlandi sé að partíinu sé lokið eftir nánast þindarlausan hagvöxt í tíu ár samfara miklum hækkunum á fasteignaverði og þenslu á atvinnumarkaði. En þrátt fyrir þetta kemur fram í umfjöllun Dow Jones að margir hagfræðingar telja lækkanir á írska hlutabréfamarkaðnum vera of miklar og ekki í takt við grunnstoðir hagkerfisins.

Nánar er fjallað um írska hagkerfið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf formi hér á vb.is. Þeir sem ekki hafa slíkan aðgang geta látið opna fyrir hann með því að senda tölvupóst á [email protected] .