Hluthafar í Allied Irish Bank, sem er annar stærsti banki Írlands, samþykktu í dag að írska ríkið tæki bankann yfir.

Ríkið hefur lagt bankanum til verulega fjármuni frá því fjármálakreppan hófst og því var ákvörðunin formið eitt.  Til marks um það lagði írska ríkið bankanum til 3,5 milljarða evra í febrúar 2009.