Talið er líklegt að tveir af stærstu bönkum Írlands verði sameinaðir í dag. Samkvæmt heimildum Bloomberg gæti tilkynning um sameiningu borist stuttu eftir að niðurstöður álagsprófa á írska banka verða birtar. Seðlabankinn gerir niðurstöðurnar opinberar síðar í dag.

Bankarnir sem um ræðir eru EBS Buiilding Society, fimmti stærsti lánveitandi landsins, og Allied Irish Bank, annar stærsti banki landsins.

Í frétt Bloomberg segir að Írar reyni nú að sýna fjárfestum, skattgreiðendum og öðrum á evrusvæðinu að landið sé búið að taka til í bankakerfi landsins. Kostnaður vegna bankanna nemur nú um 46,3 milljörðum dala og hefur farið einna verst úti af ríkjum evrusvæðisins.