Ríflega tuttugu manna hópur frá fjórtán fyrirtækjum á Írlandi mun sækja Ísland heim dagana 13. til 17. janúar. Í hópi írsku fyrirtækjanna eru framleiðendur, heildsalar, smásalar og dreifingaraðilar á frosnum og ferskum fiski og sjávarafurðum á Írlandi. Tilgangur heimsóknarinnar er að koma á viðskiptasamböndum við íslenska framleiðendur og seljendur fisks og sjávarafurða, samkvæmt frétt af vef Úflutningsráðs.