Merrion Capital, írskt verðbréfafyrirtæki í eigu Landsbankans hefur fest kaup á fjárfestingabankann Oppenheim Investment Managers samkvæmt frétt Irish Independent.

Þá kemur fram að Merrion Capital hafi keypt bankann fyrir minna en10 milljón evra.

Oppenheim var stofnaður árið 1986 er dótturfyrirtæki þýska fjárfestingabankans Sal Oppeinheim með starfsstöð í Dublin.

Bankinn gekk undir nafninu Montgomery Oppenheim eftir stofnanda hans, Paul Montgomery en hann seldi fyrirtækið í mars 2005. Þá var fyrirtækið metið á um 20 milljón evrur.

Bankinn veltir um einum milljarði evra um þessar mundir og segir Irish Independent að bankinn sé meðal best reknu og virtustu fjárfestingabanka á írskum markaði og tileinkar þann árangur forstjóra hans, Joe O‘Dwyer.

Velta Merrion Capital mun tvöfaldast við þessi kaup að sögn blaðsins.