Colm Burke, sem situr á írska þinginu fyrir Fine Gael – flokk sameinaðs Írlands – segir að það séu engar ýkjur að halda því fram að ef Írland væri ekki innan ESB væru efnahagsleg örlög landsins þau sömu og Íslands. Þá byggju Írar við vexti sem væru tveggja stafa tala og væru háðir björgunaraðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Burke hvetur til þess að Evrópusinnuðu írsku flokkarnir komi sér saman um að láta kjósa á ný um Lissabon-sáttmálann, en Írar felldu hann í kosningum. Burke segist telja að sáttmálinn yrði samþykktur yrði kosið um hann á ný. Þetta kemur fram í The Irish Times í dag.