Fyrirtækið Fastus sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum, ferðaþjónustu og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum. Framkvæmdastjóri Fastus er Bergþóra Þorkelsdóttir.

„Nú er unnið að gerð áreiðanleikakönnunar vegna kaupanna og jafnframt leitað eftir samþykki  Samkeppniseftirlitsins og birgja félagsins," segir í tilkynningu.

ÍSAM var stofnað árið 1964 og hjá fyrirtækinu starfa um 370 manns. ÍSAM er innflutnings- og framleiðslufyrirtæki en á meðal vörumerkja þess eru Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan.