*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 27. nóvember 2013 18:01

Isavia áfrýjar ekki máli gegn WOW

Lögmaður WOW segir að með ákvörðun Isavia geti orðið samkeppni í flugi á milli Íslands og Norður-Ameríku.

Ritstjórn

Isavia ohf hefur afturkallað kæru til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála vegna ágreinings Isavia og WOW. Um síðustu mánaðamót beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrimælum til Isavia að láta Wow Air njóta forgangs við úthlutun afgreiðslutíma fyrir sumaráætlun 2014. Samkeppniseftirlitið taldi að Isavia hefði skaðað samkeppni á farþegaflugi til og frá landinu með því að úthluta Icelandair flugafgreiðslu á álagstímum, umfram önnur flugfélög.

Samkeppniseftirlitið kvað upp úrskurð sinn eftir að kæra hafði borist frá WOW air. Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, fagnaði niðurstöðunni eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp en Isavia áfrýjaði málinu. WOW air barst svo tilkynning í dag um að kæra Isavia hefði verið afturkölluð. 

Þetta þýðir að það verði til samkeppni í flugi til og frá Íslandi/Norður Ameríku með gríðarlegum ábata fyrir neytendur. Þá mun stór aukinn fjöldi ferðamanna gefa af sér miklar tekjur fyrir samfélagið í heild. Allt í allt góðar fréttir, Páll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður WOW air. 

Stikkorð: Wow Air Isavia