Isavia ber að hlýta úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Vísað til Hæstaréttar

Ber því félaginu að afhenda Kaffitári gögn sem þeir segja innihaldi viðkvæmar viðskiptaupplýsingar samkeppnisaðila Kaffitárs. Snýst málið um gögn þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í forvali um leigu á verslunar- og veitingahúsnæði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem þeir segja séu alls eðlisólíkar og ítarlegri en upplýsingar sem bjóðendur í hefðbundnum opinberum útboðum veita.

Taldi félagið nauðsynlegt að dómstólar myndu skera úr um hvaða gögn teljist viðkvæm fjárhags- og viðskiptagögn í skilningi upplýsingalaga og vilja þeir að Hæstiréttur fái málið til efnislegrar meðferðar og endanlegrar niðurstöðu.