*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 28. september 2017 07:43

Isavia braut lög „alvarlega“

Gögn um útboð á veitingaþjónustu á Keflavíkurflugvelli sem Kaffitár hefur fengið sögð benda til lögbrota.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Lögmaður Kaffitárs heldur því fram í bréfi sínu til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að við gerð samninga um veitingaþjónustu á Keflavíkurflugvelli hafi Isavia framið alvarleg brot á lögum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um stóð Kaffitár lengi í stappi við hið opinbera félag um að fá útboðsgögnin frá árinu 2014. Nú vill fyrirtækið meina að gögnin bendi til þess að Isavia hafi ekki fylgt meginreglu útboðsréttar við mat á tilboðum og tilboðsgjöfum í samkeppni um leigurými að því er Morgunblaðið greinir frá.

Leigurýmin sem um er rætt fóru til félaganna Lagardere Services og Joe Ísland ehf., en í bréfinu segir að samningarnir séu „mun umfangsmeiri og verðmætari en samkeppnislýsing gaf til kynna.

Að auki gerði Isavia, í framhaldi af samkeppninni, samninga sem innihalda ákvæði um verulegar og nákvæmt orðaðar hömlur á samkeppni þriðju aðila í Leifsstöð næstu sjö árin. Þau samningsákvæði virðast alvarleg brot á 10. grein samkeppnislaga.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is