*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 6. apríl 2018 12:21

Isavia færir út kvíarnar til S-Kóreu

Tekjur opinbera hlutafélagsins vegna tveggja verksamninga í Suður-Kóreu námu 109 milljónum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Flugvél tekur sig upp frá flugvelli í Seul í Suður Kóreu, en kerfi frá Isavia eru notuð sem varakerfi á fjórum stærstu flugvöllum landsins.
epa

Opinbera hlutafélagið Isavia hefur gert tvenna verksamninga í Suður Kóreu sem færði félaginu rúmar 109 milljóna króna í tekjur á síðasta ári. Um er að ræða tvenna verksamninga vegna uppsetningar á kerfum í landinu, en verksamningarnir í Suður Kóreu skiluðu tæpum 122 milljónum króna á árinu 2016.

Dótturfélag Isavia, Tern Systems, þróar og framleiðir hugbúnað fyrir flugleiðsöguþjónstu sem notaður er í rekstri flugstjórnarmiðstöðva, flugturna og við þjálfun flugumferðarstjóra. Í ársreikningi Isavia segir að kerfi frá Tern Systems ehf. séu meðal annars notuð á Íslandi, Írlandi, Spáni, Indónesíu og Marokkó auk Suður-Kóreu.

Annar samningurinn er vegna uppsetningu á varakerfi fyrir fjóra stærstu flugvelli í Suður-Kóreu og er hann sagður enn í vinnslu. Hinn samningurinn er vegna uppfærslu á kerfi á Jeju eyju í Suður-Kóreu sem er ólokið.

Stikkorð: Isavia Suður Kórea Tern Systems