„Við þurfum að sjá langtímaplan,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið hefur áhyggjur af því að skipulag Keflavíkurflugvallar kunni að hafa neikvæð áhrif á vaxtarmöguleika félagsins.

Ekki séu nægilega mörg ný afgreiðsluhlið fyrir flugvélar sem verða tekin til notkunar á næstunni, en samkvæmt Friðþóri Eydal, upplýsingafulltrúa Isavia, stendur til að taka í notkun sex ný fjarstæði fyrir flugvélar árið 2016.

Björgólfur segir flugfélagið þegar farið að finna fyrir þrengslum á vellinum. „Þetta hefur sloppið, hingað til.“ Umleitunum Icelandair um fleiri brottfararhlið hefur hins vegar ekki verið svarað af hálfu Isavia.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .