*

laugardagur, 8. maí 2021
Innlent 17. júlí 2019 13:00

Isavia furðar sig á úrskurði

Isavia segir ósamræmi í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness og að synjun á frestun réttaráhrifa sé verulega ámælisverð

Ritstjórn
Isavia er þjónustufyrirtæki í rekstri flugvalla og flugleiðsögu á Íslandi.
Haraldur Guðjónsson

Isavia lýsir í fréttatilkynningu yfir furðu sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækinu Air Lease Corporation (ALC). Niðurstaðan ómerkir umfjöllun Landsréttar og vísar málinu aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar.  

Isavia segir niðurstöðna í miklu ósamræmi við fyrri umfjöllun Landsréttar um málið. Þar hafi Landsrétturlýsti  með mjög skýrum hætti skoðun æðra dómsstigs á túlkun lagaákvæðsins.

Þá telur Isavia verulega ámælisvert að beiðni um frestun réttaráhrifa hafi verið hafnað í ljósi þeirra fjárhagslegu hagsmuna sem séu undir. Frestun réttaráhrifa hefði haft óveruleg áhrif á ALC en hefði tryggt eðlilega meðferð málsins fyrir æðra dómsstigi, en synjun Héraðsdóms Reykjaness takmarki möguleika Isavia til að fá endanlegan úrskurð fyrir fjölskipuðum dómi.

Stikkorð: isavia