Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu í landinu, hagnaðist um 738 milljónir króna í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að umsvifin hafi aukist umtalsvert á síðasta ári. Tekjur félagsins jukust um 11,4% og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 3,8  milljarðar króna eða um 20%  af tekjum.

Mikil aukning var á fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll en aukningin sem orðið hefur frá botnári efnahagskreppunnar hér á landi árið 2009 nemur samtals um 44%. Framundan eru miklar fjárfestingar í innviðum flugvallakerfisins svo tryggja megi þjónustu við flugrekstraraðila og sívaxandi ferðamannastraum, að því er fram kemur í tilkynningu.