*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 18. ágúst 2018 10:02

Isavia kvartar til Neyendastofu

Isavia hefur kvartað til Neytendastofu vegna Google Adwords auglýsingar bílastæðaþjónustunnar Base Parking

Ritstjórn
Aðsend mynd

Isavia hefur sent kvörtun til Neytendastofu vegna Google Adwords auglýsingar bílastæðaþjónustunnar Base Parking við Keflavíkurflugvöll. Í erindi Isavia er meðal annars kvartað undan fullyrðingu Base Parking um að fyrirtækið bjóði lægsta daggjaldið en einnig er kvartað undan því að verðskrár á heimasíðu Base Parking séu villandi.

Að sögn forsvarsmanna Base Parking á kvörtun Isavia ekki við rök að styðjast. Fyrirtækið sé með lægsta daggjaldið á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og hljóti að mega auglýsa samkvæmt því. Ómar Þröstur Hjaltason er framkvæmdastjóri Base Parking.

Stikkorð: Isavia Base Parking