*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 27. maí 2020 15:35

Isavia segir upp flugumferðarstjórum

Isavia ANS hefur sagt upp öllum flugumferðarstjórum sínum. Þeim verður boðið nýr samningur með skertu starfshlutfalli.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Dótturfélag Isavia hefur sagt upp öllum hundrað flugumferðarstjórum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið. Flugumferðarstjórunum verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minni flugumferð en Vísir hefur þetta eftir Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra Isavia ANS. 

Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt á fundi klukkan tvö í dag um að ráðningarsamningur allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp. Isavia ANS og Félag íslenskra flugumferðarstjóra komust ekki að samkomulagi um aðgerðir í viðræðum félaganna í gær. 

Ásgeir segir að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið en tekjur félagsins hafa dregist saman um 10-20% vegna heimsfaraldursins.

„Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn,“ er haft eftir Ásgeiri.

„Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur.“

Stikkorð: Isavia