Ísfélagið mun hefjast handa við byggingu nýs frystiklefa síðar í þessum mánuði. Frystiklefinn verður 2.000 fermetrar að stærð, en séu þjónusturými og flokkunarstöð meðtalin verður nýja byggingin alls 4.000 fermetrar.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, segir félagið ráðast í framkvæmdirnar vegna skorts á geymsluplássi og að byggingin muni verða tilbúin til notkunar næstkomandi vor. Kostnað við framkvæmdirnar segir hann trúnaðarmál.

Byggingafyrirtækið Steini og Olli hefur yfirumsjón með framkvæmdinni.