*

föstudagur, 3. júlí 2020
Innlent 12. júlí 2019 07:30

Ísfélagið hagnast um 1,3 milljarða króna

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 1,3 milljarða íslenskra króna samanborið við 530 milljónir króna árið áður.

Ritstjórn
Guðbjörg Matthíasardóttir er eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Haraldur Guðjónsson

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 10,2 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári sem jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Árið 2017 hagnaðist félagið um 4,2 milljónir dollara sem jafngildir 530 milljónum íslenskra króna. 

Rekstartekjur fyrirtækisins á síðasta ári námu 107 milljónum dollara en rekstrargjöldin voru 84,9 milljónir dollara. 

Eignir samstæðunnar í árslok 2018 námu 282 milljónum dollara. Bókfært eigið fé í árslok síðasta árs var 133,7 milljónir dollara og eiginfjárhlutfallið var 47,3%.

Fjöldi ársverka hjá samsteypunni voru 242 en 234 hjá móðurfélaginu.