Samherji Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa hafa gert samninga við Cemre Shipyard í Tyrklandi um smíði á þremur nýjum ísfisktogurum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Afhending á fyrsta skipinu er áætluð í apríl/maí árið 2016. Samningarnir eru metnir á 10 milljarða íslenskra króna. Fjögur skip verða smíðuð en það fjórða fer til Fisk Seafood.

„Við höfum miklar væntingar um góða sjóhæfni þessa skipa,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri úgerðar Samherja.

Hann segir stefnu Samherja kaupa þá vinnu sem hægt  sé innanlands en unnin hefur verið að hönnuninni hér á landi.