*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Innlent 23. júní 2021 10:20

ISI inn í úrvalsvísitöluna

Iceland Seafood International kemur inn í vísitöluna í stað Eikar fasteignafélags í næstu viku.

Ritstjórn

Iceland Seafood International (ISI) kemur nýtt inn í úrvalsvísitöluna (OMXI10) í stað Eikar fasteignafélags þann 1. júlí næstkomandi.

 Vísitalan er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði kauphallarinnar. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar annars vegar og í júlí hins vegar.

Samsetning OMXI10 vísitölunnar frá og með 1. júlí 2021 verður eftirfarandi:

  • Arion banki 
  • Festi 
  • Hagar
  • Icelandair
  • Iceland Seafood International
  • Kvika banki
  • Marel
  • Reitir fasteignafélag
  • Síminn
  • Vátryggingafélag Íslands