„Sumarið hefur verið virkilega gott og í raun er þetta eitt besta sumar sem ég man eftir," segir Kristmann Óskarsson. framkvæmdastjóri Ísbúðar Vesturbæjar, en fyrirtækið rekur sex ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. "Ísbúð Vesturbæjar hóf rekstur fyrir ríflega fjörutíu ár og ég myndi segja að þetta sumar fari á topp fimm listann yfir bestu sumrin."

Að sögn Kristmanns er verslunin á kvöldin alltaf svipuð og engin breyting hafi verið þar á í sumar.

"Salan yfir daginn hefur aftur á móti verið mikið betri og helst það í hendur við að það hafa verið fleiri góðviðrisdagar á sumar en síðustu ár. Júlímánuður í fyrra var til dæmis mjög góður en í ár var hann enn betri. Salan jókst um 12 til 14% milli ára, sem er mjög gott."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Fjallað er um áhuga innanríkisráðherra á einkafjármögnun í uppbyggingu innviða.
  • Rætt er við framkvæmdarstjóra LSR um samkeppnisáhrif eignarhalds lífeyrissjóða.
  • Áhrif efnahagsástandsins á skólasókn í háskólum eru skoðuð.
  • Rætt er um íslenska bílaframleiðslu.
  • Fjallað er um undirbúning bankanna fyrir næstu skref í losun hafta.
  • Rætt er um þróun íslenska nýsköpunarumhverfisins.
  • Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi DICE, er í ítarlegu viðtali.
  • Fjallað er um stæðilegan, franskan, fólksbíl.
  • Rætt er við Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu og markaðstjóra Fisherman um nýungar hjá fyrirtækinu.
  • Árný Guðjónsdóttir sem hóf nýlega störf hjá Land lögmönnum tekin tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um fjölmiðlaumhverfið.
  • Óðinn skrifar um kvótakerfið.